-5 C
Selfoss

Katla María og Eyþór verðlaunuð

Vinsælast

Lokahóf HSÍ fór fram þriðjudaginn 11. júní sl., þar sem verðlaun voru veitt til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu í Grill66 deildinni á keppnistímabilinu.

Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni og voru þau Eyþór Lárusson, þjálfari kvennaliðs Selfoss og Katla María Magnúsdóttir, sóknarmaður hjá Selfossi, bæði verðlaunuð. Katla María var bæði valin leikmaður ársins og besti sóknarmaður deildarinnar og Eyþór var valinn besti þjálfarinn.

Það er ekki að undra að þessi verðlaun hafi fallið þeim í skaut eftir að hafa farið taplaust í gegnum 1. deild og sigrað hana með miklum yfirburðum.

Nýjar fréttir