-6.1 C
Selfoss

Íslenskunám fyrir starfsfólk HSU hjá Fræðslunetinu

Vinsælast

Nýlega útskrifaðist hópur starfsfólks HSU (Heilbrigðisstofnunar Suðurlands) úr starfstengdu íslenskunámi sem var samstarfsverkefni Fræðslunetsins og HSU. Námið var í boði fyrir starfsfólk sem ekki hefur íslensku að móðurmáli og hefur staðið yfir í allan vetur, alls 27 vikur.

Námið fór fram á vinnustað, í matsal HSU, tvisvar sinnum í viku og að hluta til á vinnutíma. Þátttakendur voru á ýmsum stigum íslenskukunnáttu, allt frá byrjendum til þess að skilja og tala íslensku nokkuð vel. Áhersla var á talmál og starfstengdan orðaforða ásamt því að læra lestur og ritun einfaldra setninga með fjölbreyttum kennsluaðferðum meðal annars með ljóðalestri og söng. Þá var fræðslu um íslenska menningu og samfélag fléttað inn í námið.

Nýjar fréttir