3.9 C
Selfoss

Bergþóra Ragnarsdóttir ráðin djákni við Skálholtsprestakall

Vinsælast

Bergþóra Ragnarsdóttir var ein fjögurra sem voru vígð í Skálholtsdómkirkju á hvítasunnu. Hún var vígð til þjónustu sem djákni til þjónustu í Skálholtsprestakalli, Suðurprófastsdæmi.

Bergþóra er ædd á Höfn í Hornafirði þann 11. febrúar 1979, hún lýsir sér sjálf sem Austur Skaftfellingi í húð og hár. Foreldrar hennar eru Ragnar Jónsson, bóndi frá Akurnesi í Nesjasveit, og Ingunn Jónsdóttir, upprunalega frá Hnappavöllum í Öræfasveit. Bergþóra er fjórða barnið í níu barna fjölskyldu.

Hún er gift Jóni Bjarnasyni, organista í Skálholti og eiga þau eina dóttur saman, Hildi Ingu. Bergþóra hefur verið í kirkjustarfi frá því að hún var ung, fyrst í sunnudagaskóla og 12 ára gömul byrjaði hún að syngja í kirkjukór Bjarnarneskirkju með móður sinni og einni systra sinna.

Þann 11. september árið 2001 hóf hún nám við guðfræðideild Háskóla Íslands og vann með náminu, ásamt Jóni eiginmanni sínum, í sunnudagaskólanum í Breiðholtskirkju. Auk þess hefur hún starfað sem kirkjuvörður á Hólum í Hjaltadal og í Seljakirkju í Reykjavík. 

Hún útskrifaðist með B.A. próf í guðfræði árið 2005 og lauk síðan djáknanáminu árið 2015. Sumarið 2010 vann hún, ásamt fleirum, að uppsetningu gestastofu í Skálholti og frá haustinu 2014 hefur hún séð um barnastarf í Skálholtsprestakalli.

Nýjar fréttir