-1.5 C
Selfoss

Landsbankinn styður áfram við Golfklúbb Selfoss

Vinsælast

Skrifað hefur verið undir samning um áframhaldandi samstarf Landsbankans á Selfossi og Golfklúbbs Selfoss og verður Landsbankinn því áfram einn af aðalsamstarfsaðilum Golfklúbbsins. Með samstarfinu vill bankinn sýna í verki áhuga sinn og stuðning við forvarna-, æskulýðs- og íþróttamál.

Landsbankinn hefur um árabil verið einn af öflugustu styrktaraðilum Golfklúbbs Selfoss og tekið virkan þátt í mótahaldi sem og stutt vel við uppbyggingu á barna- og unglingastarfi í klúbbnum. Það er því virkilega ánægjulegt að samstarfið haldi áfram.

Nýjar fréttir