1.7 C
Selfoss

Landsbankinn styður áfram við Brúarhlaupið og frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss

Vinsælast

Samið hefur verið um áframhaldandi samstarf Landsbankans á Selfossi og frjálsíþróttadeildar Ungmennafélagsins Selfoss og verður bankinn því áfram einn af aðalsamstarfsaðilum Brúarhlaupsins á Selfossi og frjálsíþróttadeildarinnar.

Landsbankinn og frjálsíþróttadeildin hafa átt gott samstarf um árabil. Með samstarfinu vill Landsbankinn sýna í verki áhuga sinn og stuðning við forvarna-, æskulýðs- og íþróttamál.

Eins og margir Selfyssingar muna stóð Landsbankinn á árum áður fyrir sérstöku Landsbankahlaupi á Selfossi og naut aðstoðar frjálsíþróttadeildarinnar við framkvæmdina. Landsbankahlaupið var fyrst haldið á 100 ára afmæli bankans árið 1986 og var árlegur viðburður þar til Brúarhlaupið tók við á 100 ára afmæli Ölfusárbrúar árið 1991. Þar með snerist samstarfið við því síðan hefur bankinn bæði stutt við hlaupið með fjárstyrk og með því að leggja fram húsnæði en einnig hefur starfsfólk bankans aðstoðað við framkvæmdina.

Nýjar fréttir