-5.8 C
Selfoss

Matvælaráðherra heimsótti kúabændur á Suðurlandi

Vinsælast

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra heimsótti nýverið kúabúið á Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum. Við það tækifæri hitti ráðherra stjórn félags kúabænda á Suðurlandi sem skipuðer þremur konum, þeim Aðalbjörgu Rún Ásgeirsdóttir frá Stóru-Mörk 3, Bóel Önnu Þórisdóttur frá Móeiðarhvoli og Borghildi Kristinsdóttir frá Skarði í Landssveit.

Stjórn félagsins ræddi ýmis málefni kúabænda við ráðherra s.s. afkomu kúabænda, búvörusamninga og samkeppnishæfni bænda gagnvart innflutningi.

„Heimsókn á borð við þessa og þær umræður sem henni fylgdu í kjölfarið er nokkuð dýrmæt.Þarna gafst kostur á að ræða þau málefni sem brenna á kúabændum en stéttin hefur þurft að takast á við auknar byrðar síðustu misseri líkt og margir landsmenn. Það er á ábyrgð okkar,kjörinna fulltrúa, að leggja við hlustir þegar kostur gefst og nýta sem best það sem við heyrum og skynjum við slík tækifæri,“ sagði matvælaráðherra.

Nýjar fréttir