Framkvæmdum við sundlaug Stokkseyrar verður brátt lokið eftir umfangsmiklar viðgerðir og viðhald. Framkvæmdir í og við sundlaug Stokkseyrar eru enn í fullum gangi, segir í tilkynningu frá Árborg, en miklar skemmdir á kari laugarinnar komu í ljós þegar farið var af stað í framkvæmdir eftir að lauginni var lokað í nóvember sl.
Búið er að steypa fleyta í kringum sjálfa laugina og í framhaldinu verður útisvæðið hellulagt. Einnig var unnið að viðgerðum á heitupottum á útisvæði og er ráðgert að mála þá fljótlega.
Að lokum er stefnt á að hefja lokavinnu við sjálfa sundlaugina með lagningu á nýjum dúk. Sú framkvæmd er, líkt og önnur útiverk sem hafa verið unnin á svæðinu, háð veðri og lítur spáin ágætlega út og áætlað að hægt verði að opna laugina í seinni hluta júnímánaðar.