-1.1 C
Selfoss

Karrífiskur með hrísgrjónum og Púðursykursmaregnsskálar með fyllingu

Vinsælast

Guðrún Margrét Jökulsdóttir er matgæðingur vikunnar að þessu sinni.

Ég vil þakka samstarfskonu og vinkonu minni henni Margréti fyrir þessa áskorun. Ég ákvað að setja uppáhalds fiskrétt fjölskyldunnar sem er jafnframt úr einni af minni fyrstu uppskriftabókum Af bestu lyst gefin út 1994.

Karrífiskur með hrísgrjónum

600 g fiskflak, roð- og beinhreinsað
2 dl hrísgrjón
2 dl súrmjólk
4 msk léttmajónes
2 tsk karrí
Salt
100 g nýir eða niðursoðnir sveppir
3 msk ostur, ricin

Uppskrift fyrir fjóra.

Undirbúningur: 20 mínútur.
Bökunartími 30-40 mínútur.

1. Sjóðið hrísgjrónin eftir leiðbeiningum á umbúðum
2. Hrærið saman súrmjólk, majónes, karrí og salt
3. Setjið soðin hrísgrjónin í smurt, ofnfast fat. Skerið fiskinn í bita, raðið hpnum yfir hrísgrjónin og stráið salti yfir.
4. Sneiðið sveppina og dreifið þeim yfir fiskinn.
5. Hellið karrísósunni yfir réttinn.
6. Bakið í miðjum ofni við 200c í 30-40 mínútur.
7. Stráið osti yfir réttinn og bakið áfram þangað til osturinn hefur fengið fallegan lit.

 

Þessi er gerður mjög oft á mínu heimili og alltaf jafn góður . Gott er að hafa ferskt salat með að eigin vali.

Svo ákvað ég að setja inn einn eftirrétt sem hefur slegið í gegn í veislum hjá mér.

Púðursykurs marengsskálar með fyllingu

4 eggjahvítur
150 grömm púðursykur
80 grömm sykur

Þeytið þar til að stífnar.

Sprautið rós á plötu og svo upp hliðarnar svo myndist skál.

Bakið við 140° í 40 mín.

Fylling

Karmellusósa að eigin vali í botninn

Fyllt með rjóma

Skreytið með berjum.

Ég vil skora á samstarfskonu mína/yfirmann hana Berglindi Rós Ragnarsdóttur að koma með einhverja snilldar uppskrift fyrir okkur.

Nýjar fréttir