-8.3 C
Selfoss

Hlaupaveisla í Hveragerði 7. & 8. Júní

Vinsælast

Það eru rúmlega tólf hundruð hlauparar skráðir til leiks í Hengil Ultra sem fer fram í Hveragerði 7. og 8. júní en hlaupið hefur verið einn af hápunktum hlaupasumarsins síðustu ár. Allir sterkustu hlauparar landsins spreyta sig á ofur-vegalengdum sem telja 106, 53 og 26 kílómetra en um leið er boðið upp á 10 og 5 kílómetra brautir.

Ljósmynd: Aðsend.

Uppselt er í 26 kílómetra hlaupið og lokað hefur verið í 106 og 53 kílómetra hlaupið en ennþá er hægt að skrá sig í 10 og 5 kílómetra hlaupin. Hengill Ultra er sannkallað hlaupa festival og Hveragerði heimabær mótsins tekur fagnandi á móti keppendum og áhorfendum. Í Hveragerði eru frábærir veitingastaðir og fjöldi gistimöguleika og fullt um að vera fyrir áhorfendur og fjölskyldur hlaupara á meðan hlaupið fer fram.

Ljósmynd: Aðsend.

Útsölumarkaður í íþróttahúsinu á laugardaginn

Samhliða þessu risavaxna utanvegahlaupi er Hengill Expó allan laugardaginn í íþróttahúsinu í miðbænum. Það verður útsölumarkaður frá Útilíf og Fætur toga og fjölda sérverslana með tilboð og kynningar á vörum. Expóið opnar kl 07:00 um morguninn og er opið til 16:00. Í íþróttahúsinu eru líka allir brautarfundir og þar er upplýsingamiðstöð hlaupsins.

Doctor Victor og Hr. Hnetusmjör í lokapartýinu

Um kvöldið verður svo Hengils loka partýið í Íþróttahúsinu í Hveragerði. Það verðar Doctor Victor og Herra Hnetusmjör halda uppi stemmingunni. Húsið opnar 23:00 en þar fagnar starfsfólk mótsins, sjálfboðaliðar og keppendur

Nýjar fréttir