-1.5 C
Selfoss

Opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins

Vinsælast

Málefni:

Beiðni um fyrirhuguð dagskrá Ríkisútvarpsins Sjónvarps verði felld niður milli klukkan 20:00 og 23:00 á einum af eftirtöldum dögum: Á föstudeginum 24. maí eða laugardeginum 25.maí eða sunnudeginum 26. maí eða mánudeginum 27. maí. í þess stað verði það kvöld efnt til framboðsfundar í sjónvarpssal með forsetaframbjóðendum og fyrirhugaður fundur frambjóðenda í sjónvarpssal 31. maí ef til vill felldur niður.

Ég, undirritaður, Tómas Ísleifsson, fyrrum framhaldsskólakennari í raungreinum og stærðfræði, bið um að Ríkisútvarpið skoði ábendingar mínar gaumgæfilega og að því loknu verði hugmyndum mínum hrundið í framkvæmd.

Kynning…kappræður…“ tólf forsetaframbjóðenda voru í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins þann 3. maí 2024 og fyrirhugað er annar fundur forsetaframbjóðenda fari fram í sjónvarpssal kvöldi 31. maí 2024 og þá degi fyrir forsetakosningar 1. júní 2024.

Ég er ekki viss, en ég tel mig muna að þegar fjórir síðustu forsetar voru fyrst kosnir til embættis, hafi verið kynning/kappræður í sjónvarpi Ríkisútvarpsins á föstudagskvöldi, deginum fyrir kosningar. Ég á við kosningarnar: 1968, 1980, 1996 og 2016. Það er hins vegar ekki náttúrulögmál að kynning/kappræður frambjóðenda þjóni best lýðræðinu með þessu skipulagi.

Ég leyfi mér minna á sögu okkar Íslendinga alla sögu Íslands, frá sjálfstæði árið 1918 til þessa dags, hefur þjóðin kosið þingmenn til Alþingis í kjördæmum og kosningabarátta fór lengst af fram á þingfundum í héraði og í flokksblöðum. Almenningur gat mætt á fundi í héraði og lesið í „Blaðinu“ útleggingu flokksins á sannleikanum. Þetta er liðin ð nú er ekkert flokksmálgagn, aðeins skautun á netinu, sem fáir nenna að lesa. Fáir vita um grundvöll mála, fólk er kaffært með loforðum um samstöðu góðmennskunnar.

Stjórnendur Ríkisútvarpsins vita um þá skyldu stofnunarinnar að upplýsa almenning um eðli þjóðfélagsmála. Fyrir næstu alþingiskosningar verður það ekki best gert með því einu að efna til fundar í sjónvarpssal kvöldið fyrir kosningar. Meira þarf til, sem ég ræði ekki hér, við höfum ma til stefnu.

Forsetakosningar eru einstakar. Landið er eitt kjördæmi og við veljum einn einstakling til verða varðmaður þjóðar. Í þeirri kosningabaráttu sem fer fram eru fjölmiðlar í eigu hagsmunaklíka berir að því stýra vali kjósenda. Morgunblaðið og fleiri fjölmiðlar hafa brugðist siðferðilegri skyldu sinni að upplýsa, en í þess stað stundað þöggun. Í meira en tvær vikur hafa málgögnin elt fjóra til fimm frambjóðendur, sem kjósendur „eiga“ velja á milli aðrir komi ekki til greina!

Ríkisútvarpið getur gert betur, en er áætlað, til uppfylla siðferðilegar og lagalegar skyldur stofnunarinnar. Það verður betur gert ef umhugsunarmi þjóðarinnar, frá fundi frambjóðenda í sjónvarpssal, verður lengdur í fimm til átta daga í stað einnar nætur.

Það er lýðræðislegur réttur Íslendinga að á framboðsfundum til embættis forseta Íslands komi fram ef þjóðinni stafar hætta af ásælni gráðugra afla í sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar.

Vitsmunir hvers kjósanda, bæði rökvísi og tilfinningar, þurfa lengri ma en eina nótt, til að við, hvert og eitt, tökum nýja ákvörðun um hvern við kjósum eða höldum upphaflegri stefnu. Sérhver einstaklingur þarf á því að halda að vera sáttur við sjálfan sig í kjörklefanum.
Sérhver frambjóðandi til embættis forseta Íslands á siðferðilegan rétt á að fá tækifæri til að benda á hæpnar skoðanir annarra frambjóðenda. Til þess er naumur mi í sjónvarpssal og engin leið að upplýsa þjóðina á einni nótu.

Íslendingar vita um áhrifamátt þess að staðhæfa í sífellu og kemur þá upp sagan af illsku fasisma/nasisma. En einnig hið góða – sannleikurinn, þarf á því að halda að frambjóðendur eigi þess kost upplýsa um sannleika mála. Það verður ekki gert á einni nótu eftir síðasta fund þjóðarinnar í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins.

Ég er sjálfsögðu ánægður ef Ríkisútvarpið heldur þjóðinni einnig framboðsfund kvöldið fyrir kjördag forseta Íslands, en mestu skiptir fyrir lýðræði byggt á þekkingu – málefni frambjóðenda komi fram á sjónvarpsfundi um viku fyrir kjördag.

Við þurfum frelsi og hamingja íslensku þjóðarinnar þarf meira en eina nótleysu tilumhugsunar.

Virðingarfyllst,

Tómas Ísleifsson

Nýjar fréttir