13.4 C
Selfoss

Lögfræðiálit um frestun atkvæðagreiðslu vegna mölunarverksmiðju

Vinsælast

Nýlega frestaði bæjarstjórn Ölfuss áður auglýstri atkvæðagreiðslu meðal íbúa um skipulagslegar forsendur mölunarverksmiðju í kjölfar erindis frá First Water, þar sem varað var við fyrirætlan um mölunarverksmiðju og höfn í Keflavík. Þessi ákvörðun hefur vakið upp vangaveltur um hvort frestun atkvæðagreiðslunnar sé lagalega heimil, þar sem málið er fordæmalaust. Í því samhengi hefur Sveitarfélagið Ölfus gert opinbert lögfræðiálit sem var unnið til að undirbúa möguleikann á frestun atkvæðagreiðslunnar í samræmi við álitið frá First Water.

Lögfræðiálitið var unnið af Guðjóni Bragasyni hjá GB stjórnsýsluráðgjöf slf.

Lokaorð álitsins eru eftirfarandi:

„Sveitarstjórn er sá aðili sem tekur ákvörðun um að boða til atkvæðagreiðslu og því einnig sá aðili sem er til þess bær að endurskoða ákvörðun eða fresta atkvæðagreiðslu um tilgreindan eða eftir atvikum ótilgreindan tíma. Slík ákvörðun verður einungis tekin á löglega boðuðum sveitarstjórnarfundi, sem getur verið aukafundur.“

Álitið í heild sinni er hægt að nálgast hér.

Að lokum skal áréttað að mölunarverksmiðja mun ekki rísa nema að undangenginni atkvæðagreiðslu meðal íbúa.

Nýjar fréttir