-1.1 C
Selfoss

Ölfusá og líðan hennar

Vinsælast

Þriðja maí síðastliðinn fór fram verðlaunaafhending í keppni Landverndar sem bar undirtitilinn Ungt umhverfisfréttafólk. Verkefnin sem bárust voru fimmtíu og sjö frá átján skólum víðsvegar af að landinu. Fimm þessara verkefna komust í úrslit og þar átti Fjölbrautaskóli Suðurlands tvö verkefni og hafnaði annað þeirra í öðru sæti. Það var ljóð Sigurðar Guðbjarts Guðmundssonar um Ölfusá og líðan hennar þar sem hann persónugerir ána og lætur henni verða meinillt og byrja að blæða af mannanna verkum.

Verkefni SGG snerist um að rannsaka mengun í Ölfusá og niðurstaðan var að semja ljóð um mengun árinnar. Hann kom því á framfæri til Dagskrárinnar á Selfossi sem leiddi til þessarar viðurkenningar auk þess sem hann var einnig valinn til að taka þátt í alþjóðlegu keppninni Young Reporters for the Environment sem er gríðarlega stór keppni.

Í úrslitum frá Fjölbrautaskóla Suðurlands lentu einnig nemendurnir Álfrún, Viktoría, Bjarni og Bjarki með glæsilegt borðspil um mengun hafsins sem allt var búið til úr endurunnu efni. En fullyrða má í lok þessarar fréttar að það megi teljast vel af sér vikið fyrir sama skóla að komast með tvö verkefni í úrslit í svo stórri keppni. Að lokum birtist hér vinningsljóð Sigurðar Guðbjarts:

Áin blíða

Áin var eitt sin glöð og tær
Áin var mér nær og kær
Áin góða steig um á skónum bláu
Áin var skjólið hjá fiskunum smáu

Ánni var byrlað af mennsku valdi
Í holræsum djúpum skólpið dvaldi
Er mennirnir ákváðu að drepa úr dróma
Leysa úr læðingi, skólpið eintóma

Ánni varð meinillt, byrjaði að blæða
Fitu, skólpi og rusli sér stæða
Áin lá veik, traustið var rofið
Ást, alúð og líf hennar dofið

hþs / jöz

Nýjar fréttir