-8.2 C
Selfoss

Bráðskemmtilegt héraðsmót HSK í sundi

Vinsælast

Bráðskemmtilegt héraðsmót HSK í sundi fór fram í Laugaskarði í Hveragerði í gær, 15. maí. Mótið hefur verið haldið nær árlega í tæp 80 ár, en vorið 1945 var fyrsta HSK mótið í sundi haldið í Laugaskarði. Fram að því hafði sundkeppni á héraðsvísu farið fram sem hluti af héraðsmótinu, en fyrst var keppt í sundi hjá HSK á Þjórsártúnsmótinu 1926. Til fróðleiks var fyrsta HSK mótið í sundi helgað minningu skáldsins Jónasar Hallgrímssonar og sett af stað með ræðuhöldum og ljóðalestri.

En aftur að mótinu í gær. Keppendur Selfoss unnu samtals 13 HSK meistaratitla á mótinu og Hamar tvo. Stigakeppni félaga fór þannig að Umf. Selfoss hlaut 138 stig og Hamar 34 stig. Hallgerður Höskuldsdóttir átti stigahæsta sund samkvæmt alþjóða stigatöflu, en hún synti 50m. skriðsund á 32,33 sek. og hlaut fyrir það 391 stig.

Þrír sundmenn unnu þrjú sund og hlutu bikar fyrir, þau Arnór Karlsson, Hallgerður Höskuldsdóttir og Róbert Freyr Atlason Norðdal.

Stigahæstu keppendur mósins, ásamt þjálfara, f.v. Magnús, Hallgerður, Róbert og Arnór.

Sundnefnd HSK þakkar sundfólki fyrir þátttökuna og foreldrum fyrir aðstoð við framkvæmd mótsins.

Heildarúrslit eru á www.hsk.is.

HSK

Nýjar fréttir