-4.3 C
Selfoss

Öflugt félagsstarf Félags eldri borgara á Selfossi í vetur

Vinsælast

Núna um miðjan maí lýkur formlegu félagsstarfi FebSel. Frá því að kynningarfundurinn var haldinn 21. september á síðasta ári hefur verið öflugt félagsstarf allar vikur síðan þá.

Mikil þátttaka hefur verið í öllum þáttum félagsstarfsins og hefur verið aukning milli ára, sem er gott.

Öflug opin hús hafa verið, með góðri dagskrá, árshátið og aðventuhátíð sem tókust vel. Leikhúsferðir hafa verið farnar og síðan hafa bókmenntaklúbbarnir farið í vettvangsferðir sem hafa tekist afar vel.

Mikil þátttaka hefur verið í hreyfingu af ýmsu tagi. Hreyfing í Lindexhöllinni þar sem rúmlega hundrað einstaklingar hreyfa sig tvisvar í viku. Einnig stólaleikfimi, Boccia, snóker og stólajóga.

Listagyðjan hefur einnig átt sína hópa. Myndlistarhópurinn hefur verið með sýningar. Einnig ljósmyndaklúbburinn sem hefur verið með einar 3 sýningar. Tvær handverks- og listasýningar hafa verið og hefur fjöldi manna komið og notið!

Framundan eru ferðir á vegum ferðanefndar og verða þær auglýstar síðar.

Eins og sjá má hefur starfið verið öflugt og viljum við í stjórn félagsins þakka öllum þeim aðilum sem hafa komið að starfsemi vetrarins fyrir frábær störf og góða samvinnu. Öllum nefndum og ráðum félgsins er þakkað og síðan fær Kvenfélag Selfoss miklar þakkir fyrir öflugar veitingar í vetur!

Frá og með 16. maí lýkur skipulagðri dagskrá. Nokkrir hópar eru að klára og gera það núna í maí.

Að lokum viljum við í stjórn FebSel þakka öllum okkar félagsmönnum fyrir veturinn og sjáumst kát á kynningarfundi 19. eptember 2024 kl. 14.00.

Fyrir hönd stjórnar Félags Eldri Borgara Selfossi,

Magnús J. Magnússon formaður

Nýjar fréttir