2.3 C
Selfoss

Þúsundir fylgdust með Sindratorfærunni

Vinsælast

Sindratorfæran á Hellu fór fram síðasta laugardag að viðstöddum fimm þúsund áhorfendum og var torfærunni sömuleiðis sjónvarpað á RÚV.

Ingvar Jóhannesson á Víkingnum stóð uppi sem sigurvegari eftir gríðarlega spennandi keppni. Þór Þormar Pálsson á Thor hafnaði í öðru sæti en Páll Jónsson á Rollunni, sem leiddi framan af, varð að sætta sig við þriðja sætið eftir að hafa náð 15. besta tímanum í ánni.

Ljósmynd: Kári Rafn.

Alls tóku 30 keppendur þátt í tveimur flokkum, en ekki hafa fleiri keppendur verið skráðir til leiks síðan árið 2006 og því augljóst að mikil uppsveifla er í íþróttinni.

Margir bílanna bera ansi frumleg nöfn, en meðal þeirra sem tóku þátt á laugardag voru fyrrnefndir Víkingurinn, Thor og Rollan, en auk þeirra tóku meðal annars þátt Refurinn, Flugan, Pjakkurinn, Ótemjan, Sleggjan, Mjallhvít, Móri, Útlaginn, Fógetinn, Skarfurinn, Bomba og Batman.

Heiða Björg Jónasdóttir tók meðfylgjandi myndir:

Nýjar fréttir