2.3 C
Selfoss

Bridgeárið 2023-2024

Vinsælast

Nú er vetrarstarfi í bridge lokið, með tilheyrandi verðlaunaafhendingu og aðalfundi félagsins. Veitt voru verðlaun fyrir aðaltvímenning, tvenndarkeppni og sveitakeppni.

Nú hefur orðið mikil aukning spilara þetta árið og horfum við full bjarsýni á komandi haust, að það verði fleiri sem muni bætast í hópinn.

Við heiðruðum tvo stofnfélaga með blómum, en þeir eru Garðar Olgeirsson Hellisholtum og Guðmundur Böðvarsson Syðra-Seli.

Nú í haust stendur til að fara með fræðslu og kennslu í 8. 9. og 10. bekk grunnskólans. Fræðslan á svo að verða áfram næstu ár. Einnig stefnum við að því að hefja nýliðabridge í haust ef þátttaka næst.

Þetta er góð heilaleikfimi sem og góður félagsskapur bæði fyrir unga jafnt sem aldna. Elsti keppandinn í okkar hópi er á tíræðisaldri.

Bridgefélag Hrunamanna

Nýjar fréttir