2.3 C
Selfoss

Kósýkvöld í miðbæ Selfoss í kvöld

Vinsælast

Það verður heldur betur sumarstemning í miðbæ Selfoss í kvöld þegar hið vinsæla kósýkvöld verður haldið. Verslanir verða með opið til kl. 21 og bjóða upp á afslætti og tilboð ásamt fleiri uppákomum. Á Brúartorgi ætla þau Fríða Hansen og Alexander Freyr að flytja gestum og gangandi ljúfa tóna frá kl. 18 og síðar um kvöldið tekur djazz við með þeim Marínu Ósk og Sigurjóni. Sirkus Íslands kemur í heimsókn og setur sinn svip á bæinn auk þess sem hin eina sanna Sigga Kling mun spá fyrir og skemmta gestum á svæðinu. Veitingastaðir bjóða einnig upp á nýjungar og tilboð og endar kvöldið svo á singalong á Risinu með Benna Sig.

Veðrið virðist ekki ætla að svíkja í dag og mælum við með því að spóka sig um í sólinni í miðbænum….

Nýjar fréttir