-8.2 C
Selfoss

Bjargvættir Skyndihjálpar­námskeið fyrir ungmenni

Vinsælast

Þann 12. maí næst komandi mun Rauði Kross Árnessýslu halda á Selfossi skyndihjálparnámskeið ætlað börnum og ungmennum.

Bjargvættir er skyndihjálparnámskeið ætlað börnum og ungmennum frá 12-16 ára (miðað er við fæðingarár). Farið verður í grunnatriði skyndihjálpar og þáttakendur munu öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í neyð.

Það ber að nefna að forsenda fyrir námskeiðinu byggist á nægri þáttöku, ef góð ásókn er í námskeiðið kemur vel til greina að halda annað námskeið.

Hægt er að sækja um námskeiðið hér eða www.raudikrossinn.is undir námskeið og viðburðir.

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá joka@redcross.is.

Nýjar fréttir