Áður fyrr tröllriðu afturgöngur, draugar og aðrar óvættir íslensku samfélagi. Ætli afturgangan Glámur sem segir frá í Grettis sögu sé ekki eitt þessara elstu fyrirbrigða og þá eru þjóðsögurnar einkum sem eru kenndar við Jón Árnason sem segja frá ótal draugum og afturgöngum. Síðan hefur þetta tröllriðið íslensku samfélagi og sum þessara fyrirbæra orðið nokkuð langlíf eins og Írafells-Móri. Hann er sagður hafa fylgt allmörgum kynslóðum fjölskyldu í Kjós og sagt er hafi fylgt einum sem fluttist til Vesturheims undir lok 19. aldar.
Oft var markmið þessara óvætta að valda ama, óskunda og hrekkjum sem öðrum óþægindum.
Sagt er að rafmagnið hafi átt sinn þátt í að koma mest af þessu fyrir kattarnef frá og með 20. öldinni enda hefur trú á drauga og afturgöngur dregist verulega saman og hefur trú á tilveru drauga og afturgangna dregist verulega saman nema ef vera kann á Draugasetrinu á Stokkseyri þar sem kappkostað er að viðhalda þessu og minnast sem best.
Eitt er það fyrirbæri sem telja má vera náskylt til þessa og það er íslenska krónan. Að hætti fornra afturgangna og drauga fortíðarinnar hefur hún átt sinn þátt í að valda venjulegu fólki á Íslandi verulegum vandræðum. Heil atvinnugrein líður fyrir að hér sé viðskiptaumhverfi þar sem reynir á tvo mismunandi gjaldmiðla en það er ferðaþjónustan sem smám saman er að verða áhugaverðasta atvinnugrein landsins. En að reka fyrirtæki með tveim mismunadi gjaldmiðlum er ekki alltaf auðvelt. Ferðaþjónustan verður að áætla tekjur sínar fyrirfrak um nokkur ár og þá i erlendum gjaldmiðli sem allt í einu kann að verða verðminni að ári eins og stundum hefur gerst þegar íslenska krónan sækir í sig veðrið. Mest öll útgjöld eru hins vegar í íslenskum krónum sem telst vera einn af varhugaverðugustu gjaldmðlum heims eins og oftast hefur reyndin verið. Fiskveiðar og framleiðsla fiskafurða fer aðra leið en ferðaþjónustan en þá er verðlagning vöru ákveðin eftirá og eft hefur verðgildi krónunnar verið fellt til hagsbóta fyrir þennan atvinnuveg, gagnstætt hagsmunum ferðaþjónustunnar sem oft þarf að líða fyrir.
Áleitin spurning er hvort Seðlabankinn sé í dag ekki einhver sú óþarfasta stofnun sem rekin er á Íslandi. Þar starfa um 300 manns ábyggilega mjög vel menntað og vinnufúst. Jón Baldvin Hannibalsson fyrrum ráðherra hefur margsinnist núið um nasir að þar á bæ sé ekki annað sem starfsfólkið hafi fyrir stafni en að naga býanta frá morgni til kvölds. Vel mætti geta sér til að þetta velmenntaða starfsfólk myndi nýtast betur við önnur störf í þágu annarra atvinnuvega landsmanna en að naga blýanta.
Auðvitað væri hyggilegast að taka upp evru og ganga í Evrópusambandið í þágu allra landsmanna nema þeirra örfárra sem líta á íslensku krónuna sem féþúfu. Og hvað mætti gera við Seðlabankann? Ein hugmyndin væri að sameina hann Draugasetrinu á Stokkseyri enda væri íslenska krónan líklega einna best varðveitt þar meðal drauganna og afturgangnanna sem þar eru fyrir.
Guðjón Jensson
Rithöfundur og eldri borgari í Mosfellsbæ
arnartangi43@gmail.com