1.7 C
Selfoss

Tónlistarnámskeið fyrir yngstu krílin á Suðurlandi

Vinsælast

Í byrjun maí hefst tónlistarnámskeið á vegum Tónagulls fyrir yngstu krílin á Suðurlandi. Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 0-3 ára en eldri systkini eru velkomin með. Í tímunum er lögð áhersla á samveru og gleði. Unnið er með puttaþulur, kroppaþulur, kjöltuleiki, hreyfileiki, söngdansa, barokkdans, hringdansa, eggjahristur, litríkar slæður, trommur og barnahljóðfæri. Tónagull byggir á áratuga reynslu og fjölmörgum rannsóknum. Námskeiðið fer fram í Tónlistarskóla Árnesinga á Selfossi.

Hver fjölskylda greiðir aðeins eitt gjald óháð systkinafjölda og því er tilvalið að eiga gæðastund með allri fjölskyldunni á námskeiði hjá Tónagulli. Skráning og nánari upplýsingar eru á tonagull.is.

Nýjar fréttir