-0.5 C
Selfoss

Kjúklingasúpa og kladdakaka með karamellukremi

Vinsælast

Ragnheiður María Hannesdóttir er matgæðingur vikunnar að þessu sinni.

Ég vil þakka Elsu vinkonu fyrir að skora á mig og mun ég klárlega gera saltfisk uppskriftina sem hún var með í síðasta blaði.  Ég veit fyrir víst að súkkulaðimúsin er æði og ættu allir að prófa hana.

Sú uppskrift sem við fjölskyldan eldum oft er pestókjúlli en þar sem rétturinn var í blaðinu fyrir nokkrum vikum þá kemur hér dýrindis kjúklingasúpa. Þessi súpa er alltaf vinsæl og það besta við hana er að þetta er frekar stór uppskrift þannig það þarf ekki að elda daginn eftir ásamt því að þá er hún betri.

Kjúklingasúpa

3-4 msk. olía
1 ½ msk. karrý
1 heill hvítlaukur
1 blaðlaukur
1 rauð paprika
1 græn paprika
1 lítið blómkál
1 lítið brokkolí
1 flaska Heins chillisósa
1,5 líter kjúklinga – eða grænmetissoð
400 g rjómaostur
1 peli rjómi
4 stk. kjúklingabringur
Salt og pipar

Grænmetið skorið og steikt ásamt karrýinu. Chillisósa og soð sett í pottinn ásamt rjómaosti og rjóma. Hrært vel í á meðan suðan kemur upp. Bringurnar kryddaðar og steiktar, skornar í bita og settar út í súpuna rétt áður en hún er borin fram.Með súpunni er síðan  nauðsynlegt að mylja doritas snakk og setja ofan í súpuna.

Kladdakaka

100 g smjör
2 egg
3 dl sykur
1 ½ dl hveiti
5 msk kakó
2 tsk. vanillusykur
Hnífsoddur salt

Bræðið smjör. Restin af hráefninu sett í skál og smjörinu bætt út í. Hrærið þar til deigið hefur blandast vel saman. Bakið í smurðu lausbotna formi ( 22 – 24 cm) við 180 gráður í 20 mín. Látið kökuna kólna í ca. 10 mín.

Karmellukrem

2 dl rjómi
1dl sykur
1 dl síróp
100 g suðusúkkulaði
100 g smjör

Öll hráefnin, fyrir utan smjörið, sett í pott. Hrærið í blöndunni þar til suðan kemur upp. Blandan er látin malla þar til hún þykknar, það tekur ca. 10 mín og það er gott að hræra aðeins í á meðan. Því næst er potturinn tekinn af hellunni og smjörinu bætt út í. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Látið kremið standa um stund þar til það verður þykkara. Að lokum þá hellið þið kreminu yfir kökuna og látið kólna í ísskáp í ca. 2-3 tíma. Mér finnst best að bera kökuna fram með vanilluís, þeyttum rjóma og jarðaberjum. Kremið dugar á tvær kökur.

Ég ætla að skora á vinkonu mína og besta vinnufélaga Rakel Guðmundsdótturtöfra eitthvað gómsætt fram.

Nýjar fréttir