Nýverið opnuðu hjúkrunar-og fjölskyldufræðingarnir Jónína Lóa Kristjánsdóttir og Ragnheiður Kristín Björnsdóttir meðferðar- og ráðgjafastofuna Sjálfsmildi. Þær eru með fjölbreytta og góða reynslu og störfuðu m.a. hjá Lausninni fjölskyldu- og áfallamiðstöð og í geðheilsuteymi. Þjónustan Sjálfsmildi.is er ætluð fjölskyldum, pörum og einstaklingum sem eiga í samskipta- og tengslavanda, eiga í erfiðleikum með uppeldi barna og unglinga, búa við andleg eða líkamleg veikindi. Fyrir þau sem eru að takast á við sorg, hafa lent í áföllum eða búa við breytta fjölskylduhagi. Einnig bjóða þær uppá meðferðardáleiðslu.
Nánari upplýsingar og bókunarleiðbeiningar er að finna á heimasíðu Sjálfsmildi.
Sjálfsmildi er staðsett á 1. hæð í húsnæði Fjölheima- Fræðsluneti Suðurlands, Tryggvagötu 13, Selfossi.