-5.3 C
Selfoss

1. maí kaffisala Kvenfélagsins á Eyrarbakka  

Vinsælast

Eins og mörg undanfarin ár verður Kvenfélagið á Eyrarbakka með sína sívinsælu kaffisölu á Stað á Eyrarbakka þann 1. maí nk. 

Samfélagið hefur  staðið þétt við bakið á þessari venju og við kvenfélagskonur þökkum kærlega fyrir góðan stuðning í gegnum árin.  

Ágóði rennur til líknarmála allir eru velkomnir  og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að koma og styrkja þetta góða starf og efla.

  Við erum með posa á staðnum þannig það er ekkert annað að gera en að koma og gera sér glaðan dag, eiga góða samverustund og njóta.

Kaffisalan hefst kl. 15:00 og verður opin til 17:00.

Kvenfélag Eyrarbakka

Nýjar fréttir