3.4 C
Selfoss

Syngjandi fjölskylda – nýtt forskóla tónlistarnám í Vík

Vinsælast

Á þessu skólaári í tónskóla Myrdalshrepps var boðið upp á nýtt tónlistarnámskeið fyrir börn frá níu mánuða til fjögurra ára og foreldra þeirra sem heitir  Syngjandi fjölskylda. Höfundur og kennari Alexandra Chernyshova, tónskólastjóri í Vík.

Syngjandi fjölskylda er sjö vikna hópnámskeið í forskólanámi tónskólans og góður grunnur fyrir tónlistaruppeldi barna. Sungið er á íslensku og kennsla fer bæði fram á íslensku og ensku eftir þörfum. Með því að vera í samvinnuverkefni læra börn virðingu fyrir samstarfi, samvinnu og stuðning við hvert annað. Síðast og ekki síst er tónlist algilt tungumál sem spannar yfir menningarþjóðir og opnar fyrir börn skilning á fjölbreytileika í menningu.

Syngjandi fjölskylda er tónlistarnámskeið á vegum tónlistarskólans sem er opið fyrir fjölskyldur með ungbörn. Síðasta sumar tóku sveitungar og sveitarstjórn  vel á móti þróun tónlistarkennslu í Vík og voru keypt hljóðfæri sem náðu vel til yngri barna. Í vetur voru þrettán fjölskyldur og í vor fjórtán fjölskyldur sem voru í forskóla tónlistarnáminu – Syngjandi fjölskylda. 

Það er gaman að segja frá árangri eftir námskeið Syngjandi fjölskyldu: eftir lokahóf námskeiðsins sem var siðasta fimmtudag í félagsheimilinu Leikskálar. Eina stúlka sem er fjögurra ára og var nemandi í Syngjandi fjölskyldu fékk mikinn áhuga á tónlist og vildi skrá sig í einkahljóðfæra og söngnám við tónskólann næsta vetur. Tónskólastjóri Alexandra Chernyshova tók vel í þennan áhuga og bauð henni í prufu tíma sem gekk ljómandi vel. Hvert veit, kannski leynist í hópnum Syngjandi fjölskyldu undratónlistarbarn í Vík?

Eftir góðar móttökur á liðnu skólaárinu verður námskeið Syngjandi fjölskylda í boði áfram næsta skólaár og skráning stendur til 18.maí.

Tónlistarhurð tónskólans í Vík er opin fyrir alla sem vilja kynnast íslenskri tónlistarmenningu. 

Nýjar fréttir