-10.5 C
Selfoss

Búast við ellefu milljónum Kínverja til landsins á næstu árum

Vinsælast

Í vikunni sem leið heimsóttu kínverski sendiherrann og bæjarstjórinn í Árborg, ásamt fylgdarliði, Björgunarmiðstöðina á Selfossi.

Ástæða heimsóknarinnar var sú að sendiherrann langaði sérstaklega að þakka viðbragðsaðilum á Suðurlandi, starfsfólki Björgunarmiðstöðvarinnar og þar með talið starfsfólki sjúkraflutninga HSU, fyrir góða og faglega þjónustu og vinnubrögð í þeim fjölda slysa sem kínverskir ferðamenn hafa lent í á Suðurlandi. Sömuleiðis kom hann á framfæri þökkum til þeirra fyrir hlýlega framkomu og umhyggju í garð þeirra sem lent hafa í slysum á því víðfema svæði sem fyrrnefndir viðbragðsaðilar þjónusta.

Hann sagði sendiráðið vinna að slysavörnum og upplýsingagjöf með ráðamönnum hérlendis í von um að fækka slysum kínverkskra ferðamanna og að tæpar ellefu miljónir Kínverja hefðu hug á að koma til Íslands á næstu árum, svo óhætt er að segja að til mikils sé að vinna í að sinna forvörnum og fækka slysum.

Nýjar fréttir