Meistaradeild æskunnar lauk sunnudaginn 14. apríl í Víðidalnum en þá var keppt í slaktaumatölti og gæðingaskeiði.
Viktor Óli Helgason úr hestamannafélaginu Sleipni og lið hans náðu góðum árangri í gæðingaskeiðinu en lið hans Lækjarbrekka/Nettó urðu stigahæst í þeirri grein sem að lokum skilaði þeim 6. sæti í liðakeppninni eftir veturinn.
Einnig tóku Elsa Kristín Grétarsdóttir og Vigdís Anna Hjaltadóttir úr hestamannafélaginu Sleipni þátt í MDÆ og varð lið Elsu Kristínar, TopReiter, í 5. sæti og lið Vigdísar Önnu, Brjánsstaðir/Réttverk, í 9. sæti í liðakeppninni.
Í einstaklingskeppninni stóð Ölfus-ingurinn Ragnar Snær Viðarsson uppi sem sigurvegari með 33,5 stig og Svandís Atkien Sævarsdóttir úr hestamannafélaginu Sleipni endaði önnur með 33 stig ! Lið Ragnars Snæs, Hrímnir/Hest.is sigruðu liðakeppnina með 389 stig.
Í liðakeppninni varð lið Svandísar, Hofsstaðir/Ellert Skúlason ehf, í öðru sæti með 378 stig.
Það er óhætt að segja að Sleipnir þurfi ekki að kvíða framtíðinni með þessa knapa innanborðs. Hlökkum til að sjá þau með hækkandi sól á komandi útimótum.
Hestamannafélagið Sleipnir