-7 C
Selfoss

Farsældarsáttmálinn í Vallaskóla

Vinsælast

Opin, traust og jákvæð samskipti milli heimilis og skóla eru gífurlega mikilvæg þegar byggja á sterkan grunn fyrir farsæld barna. Það sem bætir við styrk þessa grunns eru góð samskipti á milli heimila því ef við foreldrar og forráðamenn erum að tala saman af virðingu og kurteisi verðum við börnum okkar jákvæð fyrirmynd þegar kemur að góðum samskiptum og virkum samtölum.

Heimsfaraldur þvingaði okkur til að setja pásu á samtalið en nú er kominn tími til virkja það á ný og það ætlum við í Vallaskóla að gera laugardaginn 20. apríl með því að blása til málþings foreldrafélags Vallaskóla og búa okkur til samskiptasáttmála í öllum árgöngum.

Farsældarsáttmáli kemur frá Heimili og skóla ( sjá á heimiliogskoli.is ) eftir ákall foreldra og forráðamanna um allt land eftir virkara foreldrasamstarfi. Foreldrar og forráðamenn koma saman í málstofum eftir árgöngum og ræða málefni er varða velferð barna sinna og búa sér til sáttmála um með hvaða hætti þeir geta unnið sameiginlega að þeirri velferð.

Dagskrá er eftirfarandi:

Kl. 9:45        Morgunkaffibolli
Kl. 10           Kynning á vinnunni framundan
Kl. 10:15        Vinna í málstofum hefst
Kl. 12        Hádegismatur
Kl. 12:45        Áframhaldandi vinna í málstofum
Kl. 14:00        Vinnu lýkur með undirrituðum sáttmálum

Það er von okkar að sem flest komi að þessu samtali svo það verði fjölbreytt og markvisst.

Nánari upplýsingar og hlekkur á skráningu má finna á heimasíðu skólans vallaskoli.is, á facebook síðu Vallaskóla og facebook síðu foreldrafélags Vallaskóla.

Hlökkum til að sjá ykkur

Stjórn foreldrafélags Vallskóla

Nýjar fréttir