-1.1 C
Selfoss

BBQ kjúklinga Pizza a-la Elsa

Vinsælast

Júlía Káradóttir er matgæðingur vikunnar að þessu sinni.

Takk kærlega Júlíana fyrir þessa óvæntu gleði að skora á mig sem matgæðing vikunnar.

Ég leitaði til minnar kæru frænku og fékk uppskrift hennar að láni, þetta er ein sú besta pizza sem ég hef smakkað og mæli ég með að þið prófið.

Pizza a-la Elsa

1 bolli vatn
2 1/2 tsk þurrger
1 tsk sykur
1 tsk salt
1 msk Olía
2-3 bollar hveiti

Volgt vatn, þurrger og sykur sett í skál og látið bíða í 10-15 mín.

Þá er olían, saltið og hveitið sett saman við. Varast að setja of mikið hveiti, betra að hafa deigið örlítið blautara. Láta hefast í 30 mín. Eftir að deigið hefur hefast er það hnoðað og meira hveiti bætt útí ef þarf. Deigið er því næst flatt út og sett á ofnplötu, þessi uppskrift passar fyrir stóra ofnskúffu.

Ofan á pizzuna

BBQ sósa að eigin vali og ekki spara hana
Rifinn ostur (Gott að setja ostinn undir áleggið)
Niðurrifinn kjúklingur
Sveppir
paprika
Bacon, forsteikt
Rjómaostur

Einnig er gott að setja rifinn ost aftur yfir og jafnvel smá piparost til að gera þetta bragðmeira.

Hér er hægt að láta ímyndunaraflið ráða og setja hvað sem er á pizzuna en lykil áleggin eru BBQ-sósan og kjúklingurinn.

Bakað í ofni á 200 gráðum eða þar til botn er bakaður og ostur og álegg hafa fengið á sig fallegan lit. Tekur um 20-30 mín.

Rétt áður en pizzan er tekin úr ofninum er gott að strá muldu Doritos snakki yfir, þann lit af poka sem þér finnst bestur og setja einnig aðeins meiri BBQ-sósu yfir.

Svo er bara að njóta með stóru glasi af þínu uppáhalds í.

Ég mæli svo með ferð í næstu ísbúð og fá sér bragðaref með nutella, hlaupperlum og oreokexi.

Ég ætla að skora á Elsu Þorgilsdóttur uppáhalds frænku mína til að galdra fram næstu uppskrift. Þar verðið þið ekki svikinn.

Nýjar fréttir