-0.5 C
Selfoss

Úthlutuðu 40,5 milljónum úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands

Vinsælast

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Suðurlands fór fram 9. apríl  sl. Var þetta fyrri úthlutun sjóðsins af tveimur árið 2024. Umsóknir voru samtals 134, í flokki atvinnuþrónar- og nýsköpunarverkefna bárust 45 umsóknir og 89 í flokki menningarverkefna.

Að þessu sinni var 40,5 m.kr. úthlutað, 18,3 m.kr. til 16 verkefna í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar og 22,2m.kr. til 50 verkefna í flokki menningar. Samtals eru veittir styrkir til 66 verkefna.

Hæstu styrkina í flokki menningarverkefna hlutu að þessu sinni Sinfóníuhljómsveit Suðurlands fyrir verkefnið Skólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands 2024 og Sumartónleikar í Skálholtskirkju fyrir verkefnið Sumartónleikar í Skálholti 2024 fá verkefnin hvort um sig styrk að upphæð 1 m.kr. Sinfóníuhljómsveit Suðurlands heldur tónleika fyrir nemendur í öllum 14 grunnskólum Árnessýslu og Rangárvallasýslu undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Meginverk tónleikanna er tónlistarævintýrið Pétur og úlfurinn eftir P. I. Tjækofskí. Sumartónleikarnir í Skálholti verða haldnir í 49 skipti á þessu sumri. Margir frábærir listamenn koma fram á hátíðinni, og þar ber helst að nefna Arnheiði Eiríksdóttur, Báru Gísladóttur, Barrokkbandið Brák, Kordó kvartettinn, Benedikt Kristjánsson og Sergey Malov. Einnig verða fjölmörg ný verkefni fyrir börn og fjölskyldur, kantötumessur og útgáfutónleikar á hátíðinni.

Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar hlaut Steinsholt ehf fyrir verkefnið Áburðarefni sem miðja hringrásarhagkerfis á Suðurlandi styrk að upphæð 2,5 m.kr. Verkefnið snýr að frumrannsóknum sem eru framkvæmdar á blöndun, formun, geymslu-og dreifingaröryggis og öryggi áburðarefna sem framleidd eru úr lífrænum úrgangi úr vaxandi laxeldisstarfsemi á Suðurlandi, steinefnaríkum bindandi og þurrkuðum jarðleir úr botni gamla Hagavatns auk fínmöluðum Hekluvikri með mikla ís og seiginleika. Auðlindir og úrgangsstraumar af Suðurlandi nýttir með hringrásarhagkerfi í forrúmi til að auðvelda framgang vöru sem styrkir virðiskeðju matvælaframleiðslu, skógræktar og landgræðslu á Íslandi.

Þá hlaut Dagný Hauksdóttir fyrir verkefnið Undirbúningur markvissrar nýtingar ölduorku við Suðurland styrk að upphæð 2 m.kr. Verkefnið snýst uym að setja upp og reka nýja tækni ölduvirkjana í þeim tilgangi að tryggja samfélögum raforkuöryggi með ábyrgri nýtingu auðlindarinnar, uppbyggingu atvinnulífs og sátt við samfélagið að leiðarljósi. Verði að stórfelldri uppsetningu ölduorkubúnarð er ljóst að mikil sköpun afleiddra starfa myndast sem leitast verður við að verði í heimabyggð. Á næstu mánuðum verður unnið að staðsetningarvali, hagkvæmnimati og greiningu umhverfisáhrifa vegna uppsetningar ölduvirkjanna við Vestmannaeyjar.

Nýjar fréttir