-1.1 C
Selfoss

Ný veður- og upplýsingaskilti Vegagerðarinnar

Vinsælast

Vegagerðin hefur sett upp tvö ný veður- og upplýsingaskilti undir Ingólfsfjalli, annað við hringtorgið inn á Selfoss og hitt við Biskupstungnabraut. Á skiltunum eru allajafna birtar upplýsingar um veður, þ.e. vindátt, vindhraða og hitastig. Einnig kemur fram frá hvaða veðurstöð upplýsingarnar eru fengnar. Fari vindhviður yfir 15m/sek birtast einnig upplýsingar um það.

Hægt er að koma öðrum skilaboðum til vegfarenda ef þörf reynist á því, svo sem aðvaranir eða upplýsingar um lokanir. Skiltin eru tengd miðlægu stjórnkerfi í vaktstöð Vegagerðarinnar sem er með þau í vöktun og stjórnar þeim.

Til stendur að setja upp fleiri skilti af þessu tagi á næstunni, eða á Hringvegi við Kotströnd milli Hveragerðis og Selfoss, í Refasveit við Blönduós og við Reykjanesbraut.

Ljósmynd: DFS.is/HGL.

Nýjar fréttir