KA tryggði sér oddaleik í Hveragerði með því að leggja Hamar að velli, 3:2, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í blaki á Akureyri í gærkveldi.
Tvo sigra þarf til þess að tryggja sér sæti í úrslitum.
Hamar þarf því að vinna KA á heimavelli næstkomandi föstudagskvöld til að tryggja sér sæti í úrslitum. Viðureignin í gærkvöld var æsispennandi og þurfti oddahrinu til að inýja fram úrslit.
KA vann fyrstu hrinu naumlega, 25:23. Hamar svaraði í sömu mynt og vann aðra hrinu 23:25.
Þriðju hrinu vann Hamar 19-25 og komst í 1:2.
Í fjórðu hrinu unnu KA menn svo 25:20 og oddahrina upp í 15 því nauðsynleg til að knýja fram úrslit. Hún reyndist hnífjöfn og þar sem vinna þarf hrinuna með tveimur stigum þurfti upphækkun eftir upphækkun áður en KA tókst loks að klára hana 22:20 og leikinn þar með 3-2.
Stigahæstir í liði KA voru Miguel Mateo Castrillo með 25 stig og Óscar Fernández Celis með 21 stig. Hjá Hamri var Tomek Leik stigahæstur með 21 stig, Rafal Berwald með 17 og Hafsteinn Valdimarsson með 15 stig.