4.5 C
Selfoss

Risottó með risarækjum og rabbabarapæja að hætti ömmu Emhildar

Vinsælast

Júlíana Ármannsdóttir er sunnlenski matgæðingur vikunnar að þessu sinni

Ég vil byrja á að þakka mágkonu minni Sigríði Ósk fyrir að skora á mig. Ég ætla að gefa ykkur uppskriftina að uppáhalds risottóinu mínu. En ítölsk matargerð er í sérstöku uppáhaldi hjá mér og manninum mínum. Í eftirrétt er svo tilvalið að skella írammíslenska Rabbabarapæju. En Emhild amma mín gerði alltaf bestu rabbabarapæjurnar. Njótið vel!

Risottó með risarækjum

Rækjur:

450 g risarækjur
Sjávarsalt
Nýmalaður svartur pipar
2 msk ólífuolía
2 hvítlauksgeirar eða eftir smekk, fínt saxaðir
1 ferskur chilli
50 gr af köldu íslensku smjöri
1 msk fersk steinselja

Risottó:

Sjávarsalt
Nýmalaður svartur pipar
1 tsk Worcestershire sósa
1 tsk chilli flögur eða eftir smekk
Nokkrir saffran þræðir eða eftir smekk
2 lítrar humarsoð
2 msk ólífuolía, 1 skallottulaukur, fínt saxaður
2 hvítlauksgeirar eða eftir smekk, fínt saxaðir
2 bollar risottohrísgrjón
120 ml hvítvín
50 gr af köldu íslensku smjöri
1 og 1/​2 bolli rifinn parmesan ostur eða eftir smekk
1 bolli fínt söxuð steinselja

Aðferð:

1. Hreinsið rækjurnar og þerrið. Setjið til hliðar.
2. Hitið soðið upp í potti á lágum hita.
3. Setjið saffran þræðina í litla skál með 2 msk af heitu vatni.
4. Í öðrum potti – helst nokkuð breiðum og ekki verra ef hann er úr steypujárni, hita ólífuolíu á lágum hita. Bætið við lauknum og 2 hvítlauks geirum og steikið uns mjúkt eða í 2-3 mínútur. Þá er worchestersire sósu skvett út á og 1 tsk af chilliflögum.
5. Bætið þá hrísgrjónunum við og hrærið vel saman og passið að hrísgrjónin blandist vel við lóuna og laukinn. Eldið þannig í 1-2 mínútur. Bætið þá hvítvíninu saman við og rennið sleifinni reglulega eftir botninum uns allur vökvinn hefur gufað upp.
6. Ausið heitu humarsoðinu rólega yfir grjónin og hrærið reglulega. Bíðið með að setja næstu ausu fyrr en grjónin hafa drukkið í sig þá fyrri. Þessi aðferð er mjög mikilvæg til að tryggja að grjónin losi sig við sterkjuna og úr verði dásamleg sósa þannig að takið því rólega í þessu skrefi og vandið ykkur. Ef vökvinn hverfur of hratt eða grjónin sjóða um of skal lækka hitann þannig að suðan haldist í lágmarki. Þegar soðið er ca hálfnað þá skal bæta saffraninu ásamt vatninu við.
7. Þetta ætti að taka ykkur ca 20 mínútur í heildina. Þið getið byrjað að smakka grjónin til eftir 13 mínútur eða svo til að sjá hvernig grjónin eru að eldast. Risottóið er tilbúið þegar grjónin hafa enn smá bit og rétturinn minnir helst á þykkan graut.
8. Þegar risottóið er tilbúið skal slökkva undir því og bæta út í köldu smjöri í teningum og hræra þar til bráðið.
9. Parmesan-ostinum er þá bætt við og um hálfum bolla af ferskri steinselju. Smakkið til og saltið og piprið eftir smekk.
10. Á síðustu fimm mínútum skal steikja rækjurnar.
11. Mýkja skal 2 geira af hvítlauk eða eftir smekk og ferskan chilli á pönnu með góðri ólífuolíu. Því meiri hvítlauk því betra segi ég! Hækkið hitan og hendiðrækjunum út á, salta og pipra eftir smekk, Rækjurnar eru steiktar þar til þær eru bleikar og eldaðar í gegn. Þá er hent út á góðri matskeið að ferskri steinselju og og 50 gr af íslensku smjöri.
12. Berið strax fram með því að setja risottóið í skálar og raðið rækjunum ofan á. Sáldrið afgangnum af steinseljunni yfir. Gott er líka að rífa parmesan yfir risottóið.

 

Rabbabarapæja að hætti ömmu Emhildar:

200-300 gr af rabbabara skorin og sett í eldfast mót.
1 dl af sykri stráð yfir

Deig:

200 gr púðursykur eða sykur. Mér finnst hún alltaf betri með púðursykri.
200 gr hveiti
200 gr smjör
1-2 tsk kanill eða eftir smekk.
Allt sett í hrærivél og blandað saman. Úr verður kekkjótt deig.
Deiginu stráð yfir rabbabaran.
Bakað á 200°C á undir og yfir hita í 30 mínútur eða þar til gullin brúnt
Borið fram með þeyttum rjóma eða ís

Ég ætla að skora á Júlíu Káradóttur stórvinkonu mína en hún er snillingur í eldhúsinu.  Hún kann að töfra fram ilmandi og gómsæta rétti sem fá engan svikið.

Nýjar fréttir