8.4 C
Selfoss

Hamarsmenn taka forystuna gegn KA

Vinsælast

Hamar vann öruggan 3-0 sigur á KA í gærkvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Unbrokendaildar karla í blaki.

Fyrstu hrinu vann Hamar þægilega 25 – 18 en mótspyrna KA manna var meiri framan af annarri hrinu. Það var ekki fyrr en í stöðunni 14-18 sem heimamenn náðu undirtökunum og unnu hrinuna örugglega 25-15.
3ja hrina var aftur á móti hörkuspennandi og voru liðin margoft jöfn að stigum. Eftir að Hamar jafnaði 18-18, tók KA góða syrpu og náði 22-19 forystu en Hamarsmenn voru sterkari á lokasprettinum og náðu að klára hrinuna 25-23 og leikinn þar með 3-0.
Næsti leikur liðanna er fyrir norðan á Akureyri þann 15. apríl. Vinna þarf tvo leiki í undanúrslitum til að komast í úrslit.

Nýjar fréttir