-7.2 C
Selfoss

Þemavika við Menntaskólann að Laugarvatni

Vinsælast

Sælir Sunnlendingar,

Miðvikudaginn 3. apríl hófst nám aftur við Menntaskólann að Laugarvatni eftir langt og notalegt páskafrí. Í því tilefni var haldið upp á þemaviku. Á hverjum degi vikunnar mættu nemendur eftir réttu þema og kennarar fengu að sjálfsögðu kost á að taka þátt. Á miðvikudeginum var bangsadagur, svo á fimmtudeginum var svokallaður Anything but a backpag day eða allt nema skólatösku dagur. Þá eiga nemendur að mæta í skólann með námsgögnin sín undir hverju sem er nema skólatösku. Margir voru ansi frumlegir og var sem dæmi einn nemandi sem mætti með herðatré undir námsgögnin sín. Síðast en ekki síst var íþróttatreyjudagur á föstudeginum. Svo til að enda þemavikuna var haldið upp á árlegt þemaball. Að þessu sinni var þema ballsins Hawaii og mættu allir með blómakransana og kókoshneturnar. Hljómsveitin Koppafeiti steig á svið og héldu uppi stuði og stemmningu, og slógu þeir rækilega í gegn.

Sæbjörg Erla Gunnarsdóttir,
ritnefnarformaður nemendaféla
gsins Mímis.

Ljósmynd: Íris Dröfn Rafnsdóttir.

Nýjar fréttir