-1.1 C
Selfoss

Védís Huld sigraði Meistaradeild Ungmenna

Vinsælast

Laugardaginn 6.apríl sigraði Védís Huld Sigurðrdóttir úr hestamannafélaginu Sleipni Meistaradeild ungmenna sem haldin var á í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli.

Á síðasta mótinu var keppt í tölti T1 og 100 m skeiði.

Védís Huld keppti á hestinum Ísak frá Þjórsárbakka en þau stóðu efst eftir forkeppni með 7,43 í einkunn og sigruðu þau æsispennandi úrslitin með 7,94 í aðaleinkunn.

Þar með sigraði Védís Huld einstaklingskeppnina með 40 stig en á eftir henni voru Matthías Sigurðsson með 39 stig – æsispennandi keppni fram á síðustu stundu.

Hestamannafélagið Sleipnir

Védís Huld og Ísak. Ljósmynd: Sleipnir.

Nýjar fréttir