3.9 C
Selfoss

Áin Blíða

Vinsælast

Sl. mánudag fengum við sendingu frá metnaðarfullum nemanda við Fjölbrautaskóla Suðurlands sem hafði valið sér það verkefni að semja ljóð í landafræði sem fer hér á eftir.

Áin blíða

Áin var eitt sin glöð og tær
Áin var mér nær og kær
Áin góða steig um á skónum bláu
Áin var skjólið hjá fiskunum smáu

Ánni var byrlað af mennsku valdi
Í holræsum djúpum skólpið dvaldi
Er mennirnir ákvöðu að drepa úr dróma
Leysa úr læðingi, skólpið eintóma

Ánni varð meinillt, byrjaði að blæða
Fitu, skólpi og rusli sér stæða
Áin lá veik, traustið var rofið
Ást, alúð og líf hennar dofið

SGG

Nýjar fréttir