-1.1 C
Selfoss

Þjónustusamningur undirritaður við Karlakór Hveragerðis

Vinsælast

Það voru hressilegar móttökur sem forsvarsmenn Hveragerðisbæjar fengu þegar nýr þjónustusamningur milli Hveragerðisbæjar og Karlakórs Hveragerðis var undirritaður á æfingu kórsins í vikunni. Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér að kórinn syngi við tvenna til þrenna viðburði á vegum Hveragerðisbæjar á ári næstu þrjú árin.

Sigurður Sæmundsson, formaður Karlakórs Hveragerðis, skrifaði undir fyrir hönd kórsins og Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri og starfandi bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, skrifaði undir fyrir hönd bæjarins.

Pétur Markan, sem tekur við starfi bæjarstjóra Hveragerðis þann 1. maí nk., kynnti sig fyrir kórfélögum og Helga kynnti innihald samningsins fyrir undirritun. Að undirskrift lokinni brustu kórfélagar í fjörugan söng undir stjórn og undirleik Örlygs kórstjóra. Formaðurinn bauð starfandi bæjarstjóra upp í dans til að innsigla samninginn við mikla gleði viðstaddra.

Sannarlega ánægjuleg heimsókn til Karlakórsins en hann er mikilvægur hlekkur í menningarlífinu í Hveragerðisbæ.

Hveragerðisbær

Nýjar fréttir