-1.1 C
Selfoss

Hamar/Þór upp í Subway-deildina

Vinsælast

Í gærkvöldi fór fram lokaumferð 1. deildar kvenna í körfubolta þar sem Hamar/Þór átti leik gegn Ármanni. Hamar/Þór unnu þann leik 72-82 og gulltryggðu sér toppsæti deildarinnar og á sama tíma farmiða í Subway-deildinni á næsta tímabili. Hamar/Þór er búið að vera á mikilli sveiflu undanfarnar vikur og var þetta 10. leikurinn sem þær vinna í röð.

Atkvæðamestar hjá Hamar/Þór í leiknum voru Aniya Thomas með 24 stig, Emma Hrönn Hákonardóttir með 20 stig, Jóhanna Ágústsdóttir með 18 stig og Hildur Gunnsteinsdóttir með 13 stig.

Til hamingju Hamar/Þór og sjáumst í Subway-deildinni!

Nýjar fréttir