1.7 C
Selfoss

Forboðinn fögnuður á blóðrauðu bókasafni

Vinsælast

Forboðinn fögnuður á blóðrauðu bókasafni var yfirskrift viðburðar sem var á Bóksafninu á Selfossi síðastliðinn fimmtudag. Viðburðurinn var upphafið af afmælishátíð Hins íslenska glæpafélags sem fagnar 25 ára afmæli í ár.

Glæpasagnahöfundarnir Ævar Örn Jósepsson foringi glæpafélagsins og Viktor Arnar Ingólfsson rifjuðu upp tilurð félagsins sem varð til þegar nokkrar glæpsamlega þenkjandi sálir rottuðu sig saman í reykfylltu bakherbergi árið 1999, stofnuðu Hið íslenska glæpafélag og byrjuðu að plotta eitt allsherjar útsmogið samsæri um að koma íslensku glæpasögunni rækilega á íslenska bókmenntakortið“, svo notuð séu orð foringjans. Síðan hefur geisaðglæpafár í íslenskum bókmenntum sem sannarlega er rétt að fagna. Auk þeirra Ævars og Viktors kom nýjasta stjarna glæpabókmenntanna og handhafi Blóðdropans, Eva Björg Ægisdóttir í hinn forboðna fögnuð. Eva Björg sagði frá skrifum sínum og las upp úr nýjustu bókinni sinn, Heim fyrir myrkur.

Eins og í öllum góðum afmælum var afmæliskaka sem að þessu sinni var borin fram með blóðrauðum drykk og þær Rakel Sif Ragnarsdóttir og Esther Erla Jónsdóttir sérfræðingar á bókasafninu létu ekki sitt eftir liggja og skreyttu safnið eins og þeim einum er lagið.

Bókasafn Árborgar á Selfossi

Nýjar fréttir