3.9 C
Selfoss

Fimm hljóta styrki úr Menningarsjóði Rangárþings eystra

Vinsælast

Markaðs- og menningarnefnd Rangárþings eystra veitti á dögunum fimm styrki úr Menningarsjóði Rangárþings eystra fyrir vorið 2024, alls 1.250.000.

Midgard Adventure fékk 500.000 króna styrk, Jazz undir fjöllunum og Sól Hannesdóttir fengu sitthvorar 300.000 kr., Rótarýklúbbur Rangæinga fékk 150.000 kr. og Tónlistarskóli Rangæinga fékk 100.000 króna styrk.

Alls bárust 8 umsóknir í sjóðinn að þessu sinni og óskað var eftir rúmlega 7,5 milljónum.

Næst verður úthlutað úr sjóðnum í september 2024.

Nýjar fréttir