-5.5 C
Selfoss

Kjúklingaréttur í piparostasósu

Vinsælast

Friðborg Hauksdóttir er sunnlenski matgæðingur vikunnar.

Takk fyrir áskorunina sonur sæll.

Þessi ofur einfaldi kjúklingaréttur slær í gegn í hvert skipti og hefur hann verið oft í kvöldmatinn á mínu heimili í mörg, mörg ár og klikkar bara ekki.

Kjúklingaréttur í piparostasósu:

  • 4-5 kjúklingabringur
  • 500 ml rjómi
  • 1 stk. piparostur
  • 5 stk. hvítlauksrif
  • 1 krukka rautt pestó
  • Tabasco-sósa
  • Soya-sósa

Byrjað er að steikja bringurnar á pönnu á hvorri hlið og settar í eldfast mót. Því næst er hvítlaukurinn léttsteiktur upp úr smjöri og svo bætt rjóma og piparostinum út á pönnuna og leyft ostinum að bráðna. Þegar osturinn byrjar að bráðna er bætt við pestóinu, Tabasco- og soyasósu eftir smekk. Þegar svo osturinn hefur bráðnað og allt blandast vel á pönnunni er sósunni helt yfir kjúklingabringurnar í eldfasta mótinu og sett inn í ofn í hálftíma á 180° eða þar til bringurnar eru fulleldaðar.

Gott er að hafa hvítlauksbrauð, hrísgrjón og salat með.

 


Ég ætla að skora á listakokkinn Jennýju Kjartansdóttur til að deila matreiðslu hæfileikum sínum með öllu suðvesturkjördæmi.

Nýjar fréttir