Körfuknattleiksdeildir Þórs og Álftaness hafa ákveðið að taka höndum saman til stuðnings dyggum félaga, Bjarka Gylfasyni, en hann lék körfubolta bæði með Þórsurum og Álftnesingum. Bjarki hefur verið að berjast við krabbamein sem hann greindist með fyrir rúmu ári síðan og hafa verið sigrar og töp í baráttunni eins og í boltanum.
Leikmenn og vinir í báðum félögum hafa ákveðið að efna til vináttukörfuboltaleiks til styrktar Bjarka og fjölskyldu. Leikurinn verður haldinn í maí og mun allur ágóði renna til fjölskyldunnar. Gamlar kempur og vinir Bjarka munu stíga á parketið og rifja upp gamla takta.
Nánari dagsetning á leiknum verður auglýst þegar nær dregur.
Við hvetjum alla körfuboltaunnendur, stuðningsmenn og sjálfboðaliða að leggja fjölskyldunni til með fjárframlagi sem kemur sér vel á erfiðum tímum.
Við stöndum saman í blíðu og stríðu.
Söfnunarreikningurinn hér að neðan er á nafni Guðrúnar Ástu, konu Bjarka:
Reikn.nr. 0370-26-048318
Kt. 080390-2039
Aur 868 1930