-0.5 C
Selfoss

Gyða og Arnhildur unnu fjórganginn í Suðurlandsdeild SS

Vinsælast

Í gærkvöldi var keppt í fjórgangi í Suðurlandsdeild SS í hestaíþróttum. Keppt er í áhugamanna- og atvinnumannaflokki. Forkeppnin er riðin saman og síðan er þessu skipt í tvenn A úrslit.

Arnhildur Helgadóttir vann atvinnumannaflokkinn á Fáki frá Kaldbak með 7,33 í einkunn. Í öðru sæti varð Guðmunda Ellen Sigurðardóttir á Steinari frá Stuðlum með 7,30 og í þriðja var Stella Sólveig Pálmarsdóttir á Stimpil frá Strandarhöfði.

Arnhildur Helgadóttir vann atvinnumannaflokkinn á Fáki frá Kaldbak. Mynd: Eiðfaxi.

Í flokki áhugamanna var það Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir sem vann með 7,03 í einkunn en hún sat Hrauneyju frá Flagbjarnarholti. Annar varð Ívar Örn Guðjónsson á Þrótti frá Hvammi með 6,97 í einkunn og í því þriðja varð Hermann Arason á Hólma frá Kaldbak með 6,73 í einkunn.

Stigahæsta lið kvöldsins var lið Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns en þau Ívar, Hermann, Arnhildur og Stella kepptu fyrir liðið í kvöld. Liðið hefur unnið síðustu tvö árin liðakeppnina og ætla sér eflaust að endurtaka leikinn í ár.

Lið Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns. Mynd: Eiðfaxi.

Hér er hægt að horfa á keppnina í heild sinni.

Hér fyrir neðan eru niðurstöðurnar úr fjórgangnum.

Atvinnumenn

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Arnhildur Helgadóttir Fákur frá Kaldbak 7,33
2 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Steinar frá Stuðlum 7,30
3 Stella Sólveig Pálmarsdóttir Stimpill frá Strandarhöfði 7,23
4 Elsa Mandal Hreggviðsdóttir Goði frá Garðabæ 6,97
5 Ólafur Ásgeirsson Fengsæll frá Jórvík 6,80
6 Helgi Þór Guðjónsson Þröstur frá Kolsholti 2 6,67

Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Arnhildur Helgadóttir Fákur frá Kaldbak 7,07
2 Stella Sólveig Pálmarsdóttir Stimpill frá Strandarhöfði 6,97
3 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Steinar frá Stuðlum 6,80
4 Ólafur Ásgeirsson Fengsæll frá Jórvík 6,77
5 Elsa Mandal Hreggviðsdóttir Goði frá Garðabæ 6,73
6 Helgi Þór Guðjónsson Þröstur frá Kolsholti 2 6,70
7 Dagbjört Skúladóttir Ástarpungur frá Staðarhúsum 6,67
8 Ástríður Magnúsdóttir Þinur frá Enni 6,63
9-10 Hanna Rún Ingibergsdóttir Frumeind frá Brautarholti 6,57
9-10 Ólafur Þórisson Fáfnir frá Miðkoti 6,57
11 Lena Zielinski Lína frá Efra-Hvoli 6,53
12 Elín Árnadóttir Ísabella frá Stangarlæk 1 6,50
13 Lea Schell Silfurlogi frá Húsatóftum 2a 6,47
14 Alma Gulla Matthíasdóttir Ágúst frá Hrauni 6,37
15-16 Ingunn Birna Ingólfsdóttir Lazarus frá Ásmundarstöðum 3 6,27
15-16 Ísleifur Jónasson Baldur frá Hæli 6,27
17 Julian Oliver Titus Juraschek Kjarni frá Herríðarhóli 6,23
18 Sigvaldi Lárus Guðmundsson Fenrir frá Kvistum 6,17
19 Sophie Dölschner Glódís frá Litla-Garði 6,10
20-21 Fríða Hansen Eygló frá Leirubakka 6,00
20-21 Davíð Jónsson Sjóður frá Skáney 6,00
22 Þorgils Kári Sigurðsson Eldjárn frá Kolsholti 3 5,97
23 Húni Hilmarsson Orfeus frá Efri-Hrepp 5,90
24 Sigríkur Jónsson Hrefna frá Efri-Úlfsstöðum 5,87
25 Sigurbjörg Bára Björnsdóttir Dalblær frá Vorsabæ II 5,67
26 Hermann Þór Karlsson Gæfa frá Efri-Brúnavöllum I 5,50

Áhugamenn

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir Hrauney frá Flagbjarnarholti 7,03
2 Ívar Örn Guðjónsson Þróttur frá Hvammi 6,97
3 Hermann Arason Hólmi frá Kaldbak 6,73
4 Brynjar Nói Sighvatsson Blær frá Prestsbakka 6,50
5 Elín Hrönn Sigurðardóttir Tíbrá frá Brúnastöðum 2 6,33
6 Sarah Maagaard Nielsen Djörfung frá Miðkoti 5,43

Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir Hrauney frá Flagbjarnarholti 6,83
2 Hermann Arason Hólmi frá Kaldbak 6,73
3 Ívar Örn Guðjónsson Þróttur frá Hvammi 6,63
4 Brynjar Nói Sighvatsson Blær frá Prestsbakka 6,30
5 Elín Hrönn Sigurðardóttir Tíbrá frá Brúnastöðum 2 6,27
6 Sarah Maagaard Nielsen Djörfung frá Miðkoti 6,17
7-8 Elisabeth Marie Trost Krans frá Heiði 6,13
7-8 Sævar Örn Sigurvinsson Fjöður frá Hrísakoti 6,13
9 Soffía Sveinsdóttir Skuggaprins frá Hamri 6,07
10 Heiðar Þormarsson Salka frá Hólateigi 6,00
11 Ásdís Brynja Jónsdóttir Hátign frá Hofi 5,80
12 Celina Sophie Schneider Kappi frá Vorsabæ II 5,73
13-14 Martine Nilsen Sverresvold Pálmi frá Túnprýði 5,70
13-14 Maiju Maaria Varis Glói frá Brjánsstöðum 5,70
15 Eyrún Jónasdóttir Baldur frá Kálfholti 5,67
16 Elísa Benedikta Andrésdóttir Moli frá Ferjukoti 5,63
17 Verena Christina Schwarz Skýfari frá Syðri-Úlfsstöðum 5,60
18 Matthildur María Guðmundsdóttir Glaumur frá Efri-Brúnavöllum I 5,57
19-20 Jónas Már Hreggviðsson Elding frá Hrafnsholti 5,33
19-20 Sigurlín F Arnarsdóttir Spá frá Herríðarhóli 5,33
21 Hannes Brynjar Sigurgeirson Eldon frá Varmalandi 5,23
22-23 Heiðdís Arna Ingvarsdóttir Glúmur frá Vakurstöðum 5,00
22-23 María Guðný Rögnvaldsdóttir Elíta frá Mosfellsbæ 5,00
24 Jakobína Agnes Valsdóttir Trölli frá Sandhólaferju 4,87
25 Brynhildur Sighvatsdóttir Karítas frá Votmúla 1 4,73
26 Viktor Sigurbjörnsson Dröfn frá Brautarholti 3,67

Nýjar fréttir