-0.5 C
Selfoss

Guðmundur Brynjólfsson á degi evrópskra höfunda

Vinsælast

Í tilefni af Degi evrópskra rithöfunda, 25. mars, stendur EWC – European Writers’ Council – fyrir upplestrum um álfuna alla. Í Árborg er það Guðmundur Brynjólfsson sem kemur fram á Bókasafninu á Selfossi kl. 14.00.

Guðmundur mun lesa mismunandi texta eftir sjálfan sig og segja frá því hvernig hann notar ólíkar aðferðir eftir því við hvað hann er að fást, ljóð, leikrit, og svo ótal mismunandi leiðir í skáldsöguskrifum. Í framhaldi af því mun Guðmundur ræða við viðstadda og kalla eftir spurningum sem snúa að því hvernig er best að bera sig að langi fólk til að skrifa en eins og hann segir þá er best að „fylgja innsæinu og láta vaða og gera sér grein fyrir því að það er ekkert vitlaust, ekkert rangt í því ferli“.

Guðmundur Brynjólfsson hefur sent frá sér fjölda bóka sem hafa notið mikilla vinsælda, ekki síst glæpasögur hans og hann er að auki afkastamikill pistlahöfundur. Guðmundur er djákni og innilega trúaður en er að eigin sögn jafnframt heltekinn af myrkum hliðum mannlífsins og óhræddur við að stuða fólk, hvort sem er í bókum sínum eða hárbeittum pistlum.

Að sjálfsögðu eru öll velkomin með húsrúm leyfir.

Bókasöfn Árborgar

Nýjar fréttir