-0.5 C
Selfoss

Fiðlu- og píanótónleikar í Vínstofu Friðheima

Vinsælast

Fiðluleikarinn Páll Palomares og píanistinn Jón Bjarnason verða með notalega kvöldstund með fallegum tónum þegar þeir stilla saman strengi sína og sýna sínar bestu hliðar á fiðlu- og píanótónleikum í Vínstofu Friðheima 22. mars kl. 20:00.

Nauðsynlegt er að bóka miða og borð fyrirfram og þá tilvalið að nýta tækifærið og fá sér létta máltíð og drykki fyrir tónleikana.Takmarkað sætapláss í boði svo mikilvægt er að tryggja sér miða snemma. Bókanir eru í gegnum fridheimar@fridheimar.is.

Páll, sem leikur á fiðlu smíðaða af Nicolas Gagliano ca. 1761, er einn af fremstu fiðluleikurum landsins og gegnir stöðu leiðara annarrar fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann hefur hlotið margvísleg verðlaun á ferlinum.

Jón Bjarnason, dómorganisti í Skálholti, hefur komið víð fram sem píanóleikari með kórum og einsöngvurum. Hann hefur verið áberandi í tónlistarlífi á Suðurlandi og hlaut meðal annars menningarverðlaun Suðurlands árið 2021 fyrir að hafa haft fumkvæði og staðið fyrir ýmsum menningartengdum viðburðum í Skálholti og uppsveitum Árnessýslu.

Nýjar fréttir