3.9 C
Selfoss

Hin árlega byssusýning Veiðisafnins á Stokkseyri

Vinsælast

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri sem í ár verður í samvinnu við verslunina HLAÐ – Reykjavík og PRS skotíþróttasamtök Íslands laugardaginn 23. og sunnudaginn 24. mars 2024 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 á Stokkseyri.

Hjálmar í Hlað og félagar sýna úrval skotvopna sem og búnað til skotveiða ásamt sjónaukum og aukabúnaði til sýnis og sölu.

Kynntir verða rifflar frá Blaser, Sauer, haglabyssur frá Sauer og Blaser, einnig sjónaukar frá Zeiss og Blaser ásamt hljóðdeyfum frá Hausken, Freyr & Devik, endurhleðsluvörum og fl.  Einnig verður skothermir á staðnum.

Félagsmenn PRS verða á staðnum og sýna keppnisriffla sína og aukabúnað sem notaður er til íþróttaiðkunarinnar og er hér kjörið tækifæri til að tala við þá um græjurnar og fræðast um íþróttina. PRS stendur fyrir Precision Rifle Series og er mótasería þar sem keppt er með nákvæmisrifflum og skotið á stálskotmörk á lengri færum. Keppt er bæði með miðkveiktum kaliberum í íslensku PRS mótaseríunni og randkveiktum 22lr. rifflum í PR22 mótaseríunni.  Einnig verða til sýnis skotvopn og munir frá Sigurði Ásgeirssyni, Einari frá Þverá, Sveini Einarssyni frv.veiðistjóra, Sigmari B. Haukssyni og Drífu-haglabyssur frá Jóni Björnssyni heitnum frá Dalvík ásamt úrvali skotvopna svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu tengdu skotveiðum frá Veiðisafninu.

Allt áhugafólk um skotvopn og veiðar er velkomið. Aðgangseyrir er 1750 kr. fyrir fullorðna og 850 kr. fyrir börn 6-12 ára.

Nánari upplýsingar má sjá:
www.veidisafnid.is
www.hlad.is
www.prsiceland.is

Nýjar fréttir