Glódís Rún Sigurðardóttir átti magnað ár þar sem hún lét mikið af sér kveða á keppnisvellinum. Hún byrjaði árið af krafti í Meistaradeild Líflands þar sem hún varð í 2. sæti í fimmgangi á Sölku frá Efri-Brú og 6.sæti í tölti á Drumb frá Víðivöllum Fremri, var afkastamikil á Íþróttamóti Sleipnis og Geysi en á Geysismótinu sigraði hún slaktaumatöltið og endaði önnur í fjórgangi hjá Sleipni á Breka frá Austurási. Hún landaði Reykjavíkurmeistaratitli í fimmgangi á Sölku frá Efri-Brú og var jafnframt þar í úrslitum í fjórgangi og slaktaumatölti. Varð íslandsmeistari í fimmgangi ungmenna á Sölku frá Efri-Brú.
Toppurinn á árangsríku ári var heimsmeistaratitilinn í fimmgangi ungmenna á Sölku frá Efri-Brú. í forkeppni hlaut hún 7,40 sem jafnframt varð 2 hæðsta einkunn allra keppenda í fimmgangi á mótinu, hún sigraði úrslitin með glæsibrag og af miklu öryggi með einkunina 7,21.
Glódís byrjar árið 2024 af miklum sprengikrafti í Meistardeild Líflands sem er ein sterkasta deild sem keppt er í á Íslandi, en þar stendur hún efst stiga í einstaklingskeppninni eftir 4 fyrstu greinarnar.
Hún hefur nú þegar verið heiðruð Íþróttakona Árborgar og Ölfuss fyrir árangur sinn árið 2023 og erum við virkilega stolt af því að hún hafi hlotið þær viðurkenningar.