3.9 C
Selfoss

Rangárþing ytra lýsir vilja til að endurskoða gjaldskrárhækkanir

Vinsælast

Hinn 13. mars 2024 tók sveitarstjórn Rangárþings ytra fyrir áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga og tillögur ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sem undirritaðir voru á dögunum. Sveitarstjórnin fagnar því að náðst hafi samningar á almennum markaði og að búið sé að leggja línurnar fyrir komandi kjarasamninga á opinberum markaði.

Tillögurnar gera meðal annars ráð fyrir gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskólum og að börn fái leikskólavistun frá og með 12 mánaða aldri.

Rangárþing ytra hefur um nokkurra ára skeið boðið upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum sveitarfélagsins auk þess sem börn fá leikskólavistun frá 12 mánaða aldri að því gefnu að öll stöðugildi séu mönnuð. Einnig býður sveitarfélagið foreldrum barna frá 12–24 mánaða upp á að sækja um mánaðarlegar heimgreiðslur til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla séu börnin ekki á leikskóla á sama tímabili.

Sveitarstjórnin lýsir einnig vilja sínum til að endurskoða gjaldskrárhækkanir 2024 til að koma til móts við forsendur nýrra kjarasamninga.

Rangárþing ytra

Nýjar fréttir