-1.4 C
Selfoss

Dímon sigraði 4. deildina á Íslandsmóti skákfélaga

Vinsælast

Helgina 2. og 3. mars 2024 fór fram seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga og var mótið haldið í Rimaskóla í Reykjavík. Íþróttafélagið Dímon tekur nú þátt í þriðja sinn og sendi til leiks tvær skáksveitir í 4. deild Íslandsmótsins.

Báðar sveitir stóðu sig frábærlega. Dímon A sigraði 4. deildina örugglega með 37,5 vinnungum af 40 vinningum mögulegum og mun spila í 3. deildinni að ári. Dímon B endaði í 5. sæti með 21 vinning af 40 mögulegum.

Skáksveit Dímon A skipa: Magnús Pálmar Örnólfsson, Guðmundur Daðason, Stefán Arnalds, Árni Böðvarsson, Unnsteinn Sigurjónsson, Magnús Sigurjónsson og Óskar Víkingur Daðason.

Skáksveit Dímon B skipa: Egill Steinar Ágústsson, Anton Vignir Guðjónsson, Brynjar Bjarkason, Baldur Hannesson, Þorlákur Ragnar Sveinsson, Markús Árni Vernharðsson, Birgir Logi Steinþórsson, Helgi Svanberg Jónsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Reynir Björgvinsson, Bjarni Daníelsson, Ólafur Elí Magnússon, Arnfinnur Bragason og Stefán Ragnarsson.

Öll einstök úrslit má sjá hér: https://chess-results.com/tnr823364.aspx?lan=1&art=0

Rangárþing eystra

Nýjar fréttir