-8.3 C
Selfoss

ML kynnir Leiksýninguna Adrenalín

Vinsælast

Leikfélag Menntaskólanns að Laugarvatni vinnur hörðum höndum ásetja saman frumsamið leikrit að nafninu Adrenalín. Frumsýning fer fram þann 7. mars klukkan 20:00 í Félagsheimilinu Aratungu í Reykholti, og verða sýningranar samtals fjórar. Verkið er eftir þær Kolfinnu Sjöfn Ómarsdóttur og Þórkötlu Loftsdóttur sem leikstýra einnig.

Leikritið er um hann Grím sem er að útskrifast úr menntaskóla. Hann á að fara í útskriftarferð en kvöldið áður hendir hann í partý þar sem allir félagarnir hittast og fagna tiverunni. En Grímur lendir dálítið illa í því í partýinu, sofnar og verður svo óheppinn að missa af hópnum sem núna er kominn upp á flugvöll. Hann tekur það því á sig að redda sér sjálfur beint upp á flugvöllinn til og hitta á alla sína vini úti. Hann kemst loks í flug, en er hann að fara á réttann áfangastað? Í þessu ferðalagi lendir Grímur í ótrúlegustu ævintýrum og virðist ekkert ætla að ganga honum í hag.

Farið hafa fram stífar æfingar síðan í haust og er leikhópurinn er spenntur að fá að flytja þetta á svið fyrir almenning. Miðasala fer fram í gegnum netföngin: tinnali.06@ml.isog kts.07@ml.is

Nýjar fréttir